Thursday, September 1, 2022

Júníklúbbur hjá Mæju

 


Fylltar döðlur í hnetuhjúp
Um 15 stykki stórar, ferskar döðlur (Ég keypti Medjul döðlur)
150 g Mascarpone ostur frá Gott í matinn
1 1/2 msk. Hunang
1 msk. Appelsínulíkjör
50 g saxaðar hnetur/möndlur að eigin vali (til dæmis pekanhnetur, kasjúhnetur, pistasíur, möndlur, jarðhnetur)

Skerið rauf í döðlurnar, fjarlægið steininn og opnið „vasa“ í þær.

Blandið Mascarpone osti, hunangi og líkjör saman í skál, setjið í sprautupoka/zip lock poka og fyllið „vasana“ á döðlunum.

Leggið rjómaostahliðina ofan í skál með söxuðum hnetum/möndlum og veltið aðeins um svo það festist vel af blöndu við hverja döðlu.

Geymið í kæli þar til bera á fram.



Saltfiskurinn guðdómlegi 
900 g útvötnuð saltfiskflök, roðflett og beinlaus 
1 dl. ólífuolía 
2-3 msk. smjör 
Safi úr 1 sítrónu 
4 stór hvítlauksrif, söxuð 
Svartur pipar 
2-3 msk. saxaðar ólífur (svarta,grænar eftir smekk) 
2 msk. saxað kapers (fæst í litlum krukkum) 
300 g. Óðalsostur, rifinn 
1 dl. rjómi 

Hitið ofninn í 200° Sneiðið saltfiskinn þunnt og í litla bita og leggið hann í vel smurt eldfast mót. Hellið ólífuolíunni út á fiskinn og sejið ofan á hann smjörklípur, sítrónusafa, hvítlauk og pipar. Dreifið ólífunum og kapersinu á fiskinn og sáldrið ostinum ofan á. Hellið loks rjómanum út á. Bakið réttinn í ofni 20 mín. Passið að osturinn nái að brúnast aðeins. 

Borið fram með hrísgrjónum, brauði og salatinu hér að neðan, og spænsku rauðvíni t.d. El Coto 

Prófið að sleppa sítrónunni og setja Dijon sinnep í staðinn. 

Salat 
Stökkt blaðsalaat, t.d. Lollo rosso, eikarlauf eða annað, rifið niður 
1/2 dl. sólþurrkaðir tómatar í strimlum 
2-4 skalottulaukar fint saxaðir 
1 dl. ólífur eftir smekk 
2/3 dl. furuhnetur ristaðar 
1/2 dl. jómfrúarólífuolía 
2 msk. balsamico-edik (ég nota rauðvíns) 
Maldon salt og svartur pipar 

Uppskriftin er fyrir 4 fullorðna. 



Saturday, May 21, 2022

Aprílklúbbur hjá Fanney

 
Rjómaostur með sætri chili sósu og kóríander
1 pakki Philadelphia rjómaostur
Sweet chili sósa
Saxaður ferskur koriander

Hvolfið rjómaostinum á fallegan disk og hellið vel af sweet chili sósu yfir. Dreifið að lokum söxuðum kóíander yfir og berið fram með góðu kexi eða brauði


Blómkálsbaka
1 blómkálshöfuð, skorið í bita
2 matsk. ólífuolía
100 gr. smjör (50 gr. í fyllinguna og 50 gr. brædd til að pensla filo deigið)
50 gr. hveiti
5 dl. mjólk
1 matsk. sinnep
150 gr. rifinn cheddar ostur
6 arkir af filo deigi
salt og svartur pipar

Setjið blómkálið í eldfast mót, veltið því upp úr ólífuolíunni og kryddið með salti og pipar. Bakið við 180° í um 20 mínútur.

Bræðið 50 gr. af smjöri í potti, hrærið hveitinu saman við og látið malla í 1-2 mínútur. Bætið mjólkinni rólega út í og látið sjóða við vægan hita þar til sósan hefur þykknað. Takið af hitanum, hrærið sinnepi og osti saman við og bragðbætið með salti og pipar. Bætið að lokum blómkálinu út í sósuna.

Penslið filo deigs arkirnar með bræddu smjöri og leggið þær í kringlótt eldfast mót eða bökunarform. 

Hellið blómkálsfyllingunni í formið og lokið bökunni að hluta með því að brjóta filo deigið yfir. Penslið toppinn á bökunni með bræddu smjöri og bakið við 180° í 50 - 60 mínútur.

Látið bökuna kólna lítillega áður en hún er borðuð.

Blaðlaukssalat með linsubaunum
4 stórir blaðlaukar skornir í 2 sentimetra þykkar sneiðar
4 hvítlauksrif
1 tesk. þurrkað timian
2 dl. ólífuolía
1 dós af grænum linsubaunum
1 sítróna
1 dl. ferskar kryddjurtir (steinselja, dill, estragon, fennel)
Ferskt salat eftir smekk
Salt og pipar

Setjið blaðlauk, rifinn hvítlauk, timian, 1 teskeið af salti og pipar eldfast mót. Blandið varlega saman og hellið síðan olíunni yfir. Raðið blaðlauknum með skurðhliðina upp, breiðið álpappír yfir formið og bakið í 35 mínútur við 180°.  

Takið eldfasta mótið úr ofninum og snúið blaðlauknum varlega við með tveimur göfflum. Breiðið álpappírinn aftur yfir formið og bakið áfram í 35 mínútur.

Hellið vatninu af linsubaununum og blandið þeim saman við blaðlaukinn. Breiðið álpappírinn yfir og bakið áfram í 10 mínútur. Leyfið blöndunni að standa í um 10 mínútur eftir að hún kemur úr ofninum og bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa.

Rífið salatblöðin og setjið á fat, setjið blaðlauksblönduna yfir og dreifið að lokum  söxuðum ferskum kryddjurtum yfir.



Afrísk hnetusúpa
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 rautt chili (fræhreinsað)
2 matsk. rifinn engifer
2 dósir saxaðir niðursoðnir tómatar
2 dl. hnetusmjör (gjarna gróft)
1 sæt kartafla, afhýdd og smátt söxuð
1/2 líter vatn eða soð
salt og pipar

Ofan á:
1 1/2 dl. saxaðar kasjúhnetur
1 rautt chili, smátt saxað
1 dl. söxuð steinselja
1/2 dl. ólífuolía

Saxið lauk, hvítlauk og chili og mýkið á pönnu ásamt rifna engifernum. Hellið tómötunum út í og látið sjóða. Blandið þá hnetusmjörinu saman við og hrærið þar til það hefur samlagast. Hellið vatninu út í ásamt sætu kartöflunni og látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Ef súpan er of þykk má þynna hana með meira vatni.

Blandið saman kasjúhnetum, chili, steinselju og olíu og berið fram með súpunni.

Hvít Fragilité með hindberjum
Botn:
125 gr. blandaðar hnetur (heslihnetur, pekanhnetur og möndlur)
4 eggjahvítur
4 matsk. flórsykur

300 gr. hindber

Súkkulaðimús:
2 blöð matarlím
175 gr. hvítt súkkulaði
4 eggjarauður
1 matsk. sykur
2 matsk. appelsínulíkjör
250 ml. rjómi, þeyttur

Setjið hneturnar í matvinnsluvél og hakkið þær gróft. Stífþeytið eggjahvíturnar með flórsykri og bætið hökkuðum hnetunum saman við. Setjið í pappírsklætt 23 sm bökunarform og bakið við 190° í 15 - 20 mínútur.

Leggið matarlímið í bleyti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan hefur þykknað. Hitið líkjörinn og bræðið matarlímið í honum. Blandið varlega saman eggjarauðum, bræddu súkkulaði, matarlími og þeyttum rjóma.

Dreifið hindberjunum yfir hnetubotninn og smyrjið súkkulaðimúsinni fyir. Kælið kökuna í að minnsta kosti 8 klukkustundir.




Marsklúbbur hjá Gerði

Sunday, March 6, 2022

Febrúarklúbbur hjá Hrafnhildi

Túnfisksalat án majonnes
Rautt pesto+ ólífur+túnfiskur+sólþurrkaðir tómatar - Allt stappað saman




Setti restina af múffudeiginu í bökuform - fín baka sem slík


Smjörsteiktar perur með brie og furuhnetum á ruccolabeði

·         400 g brieostur

·         200 g ruccola

·         75 g furuhnetur

·         4 perur (notaði bæði nýjar og úr dós)

·         ólívuolía

·         balsamiksýróp

·         gróft salt

·         smjör

Skolið ruccola og dreifið úr því yfir fat. Ristið furuhneturnar á pönnu (passið að hafa ekki of háan hita svo þær brenni ekki!).

Skerið perurnar í sneiðar og steikið úr smjöri á pönnu. Skerið brieostinn í sneiðar og leggið yfir perurnar á heitri pönnunni.

Þegar brieosturinn byrjar að bráðna eru perurnar teknar af pönnunni og lagðar ofan á ruccolað. Að lokum eru ólívuolía, gróft salt, balsamiksýróp og furuhnetur sett yfir.

 

Restin af túnfisksalatinu án mayonnes - sem var í forréttasnakk

Kjúklingasúpa með ferskjum

·         1 stór laukur (smátt saxaður)

·         smjör

·         3-4 tsk karrýmauk (ég nota  Pataka´s mild curry paste, coriander & cumin)

·         4 hvítlauksrif, pressuð

·         1 ½  dós niðursoðnir tómatar

·         5 dl kjúklingasoð (vatn og 2 kjúklingateningar)

·         1 lítil dós tómatpuré

·         1/2 líter rjómi

·         1 stór dós niðursoðnar ferskjur

·         3 kjúklingabringur.

Bræðið smjör og karrýmauk í potti og bætið lauknum í. Látið laukinn mýkjast við vægan hita. Bætið tómötum, tómatpuré, kjúklingasoði, hvítlauk og rjóma saman við og látið sjóða við vægan hita í ca 10 mínútur.

Skerið ferskjurnar smátt niður og bætið út í ásamt safanum. Látið sjóða áfram í aðrar 10 mínútur.

Skerið kjúklingabringurnar smátt og steikið á pönnu upp úr smjöri. Saltið með maldonsalti. Bætið kjúklingabitunum út í súpuna og látið hana sjóða í 5 mínútur til viðbótar.

 

Stóra SARA



Tuesday, January 25, 2022

Janúarklúbbur hjá Lindu

Pignoli smákökur
Fullkomnar með freyðivíni.

160 gr marsípan (63% möndlur)
30 gr sykur
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
40 gr möndlumjöl
1 eggjahvíta
150 gr furuhnetur
3-4 msk flórsykur til að sigta yfir

Bakað við 180° í 15-20 mín.


Panzanella
1 kg þroskaðir tómatar
Um 2 tsk sjávarsalt
350 gr ciabatta/súrdeigsbrauð skorið í grófa bita
150 ml gæðaólífuolía
1 skalotlaukur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
½ tsk Dijon sinnep
2msk hvítvínsedik
½ tsk svartur pipar
½ hnefafylli basilíkulauf, rifin gróft

Skerið tómatana gróflega niður og setjið í sigti með skál undir. Sáldrið 2 tsk af sjávarsalti yfir og blandið saman. Látið standa í stofuhita í um 15 mín. Hitið ofninn í 180°C. Setjið brauðið í stóra skál og blandið saman við 30 ml af ólífuolíu. Raðið í bökunarskúffu (með smjörpappír undir) og bakið í um 15 mín. Látið kólna. – Takið tómatana og setjið í skál. Takið skálina með tómatsafanum og hrærið saman við sinnepi, ediki, hvítlauk og skalotlauk. Hellið síðan 120 ml ólífuolíu saman við og hrærið vel með píski. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið brauðið og tómatana saman í stóra skál og blandið sósunni saman við. Bætið basil laufum saman við. Látið standa í 30 mín áður en salatið er borið fram.

Sellerírótar franskar í parmesan- og möndluhjúp
1 sellerírót
100 gr möndlumjöl (ég bætti einnig við Panko raspi)
80 gr parmesanostur, smátt rifinn
1 tsk karrí
1 tsk túrmerik
1 tsk salt
1 egg

Hitið ofninn í 200°C. Skrælið sellerírótina og skerið í sneiðar og síðan í lengjur þannig að þær líti út eins og franskar kartöflur. Setjið möndlumjöl í skál ásamt parmesanostinum og kryddinu, blandið vel saman. Setjið egg í aðra skál og pískið. Dýfið selleríbitunum í eggið og veltið þeim svo upp úr parmesanblöndunni og raðið þeim á smjörpappír í ofnskúffu. Bakið í um 15 mín. Snúið bitunum við einu sinni.


Kúrbítur með óreganó, spínati og osti
370 ml tómatmauk (passata)
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
½ tsk pipar
2 tsk sjávarsalt
480 gr kotasæla (ég hafði líka 200 gr Philadelphia rjómaost)
2 egg
Handfylli ferskt oregano (eða 3 tsk. Þurrkað)
3 stk skalotlaukur, fínt saxaður
200 gr spínat
3 stk kúrbítur, sneiddur langsum
Rifinn mozzarellaostur

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman tómatmauki, hvítlauk, pipar og sjávarsalti og setjið í eldfast mót. Blandið kotasælu, osti, eggjum, oregano og skalotlauk saman í skál. Saxið spínatið og blandið saman við. Sneiðið kúrbítinn langsum t.d. með ostaskerara. Smyrjið blöndunni á hverja kúrbítssneið, rúllið upp og raðið í formið. Stráið rifnum osti yfir. Bakið í 25-30 mín.


Hnúðkálsúpa með sítrónugrasi (fyrir 4)
2 hnúðkálshöfuð, afhýdd og skorin í grófa bita 
1 laukur skorin í grófa bita
3 hvítlauksgeirar gróft saxaðir 
½ sæt kartrafla, afhýdd og skorin í grófa bita –
2 msk olía til steikingar
3 stönglar sítrónugras, marðir og saxaðir
1 cm biti ferskt engifer, saxað
400 ml kókosmjólk (og nota minna og bætti við töluverðu grænmetissoði)
1 tsk karrí
1 tsk túrmerik
½ ferskur chili
Sjávarsalt og pipar eftir smekk.

Hellið olíu í pott og steikið grænmetið í nokkrar mínútur. Bætið chili, sítrónugrasi og engifer saman við og steikið í smá stund. Hellið kókosmjólk í pottinn og látið malla í 20  mín. eða þar til grænmeti er soðið. Takið pottinn af hellunni og maukið með töfrasprota. Ef súpan er of þykk er hún þynnt með vatni (+ grænmetissoð). – Berið súpuna fram með t.d. sýrðum rjóma, smátt skornu sítrónugrasi (steinselju) og brauðteningum.


Límónukaka
Botn:
200 gr hafrakex – graham, 1 pakki
50 gr sykur
80 gr smjör

Hitið ofninn í 180°C. Myljið kexið í matvinnsluvél bætið sykri og bræddu smjöri saman við. Pressið í hringlaga 22cm form. Bakið í 10 mín. 

Fylling:
250 ml nýkreistur límónusafi
Rifinn börkur af einni límónu
2 dósir (2 x 400 ml) niðursoðin mjólk
5 eggjarauður

Blandið límónusafa, berki, niðursoðinni mjólk og eggjarauðum saman í stóra skál og þeytið með písk. Setjið fyllinguna í skelina. Bakið í 18-22 mín. Bakan á ekki að vera orðin brún þegar hún er tekin út.

Látið kökuna kólna áður en þeyttur rjómi er settur ofaná. Skreytt með lime berki.




















Monday, November 15, 2021

Nóvemberklúbbur hjá Ingibjörgu

 

Bakaður ostur með mango chutney og pican hnetum.



 Aspasbaka

Botn; 250 gr hveiti, 150 gr. smör, smá salt og 4. msk kalt vatn (meira ef þarf). öllu hráefninu hnoðað saman og geymt smástund í kæli. Flatt út í form og pikkað í botninn.

Fylling: Aspas úr dós eða ferskur (ég notaði úr dós),1/2  piparostur, rauðlaukur, hvítlaukur, sýrðurrjómi með graslauk, 4 egg. skvetta af rjóma, salt og pipar eftir smekk.

Bræða smjör og steikja rauðlaukinn og hvítlaukinn í smá stund (passa bara að brúna ekki laukinn). Aspasnum raðað fallega á botninn, laukurinn setur ofan á og piparosturinn skorinn í þunnar sneiðar og lagt ofan á. Hræra saman sýrðum rjóma, eggjum og rjóma þessu er hellt yfir. Krydda eftri smekk. Ofninn hitaður í 200°C í ca. 40 mínútu

Hörpu- og humarsalat með mangósósu

Gott salat, kirsuberjatómatar, melóna, paprika, ristuð hnetublanda.

Skolið humarinn og hörpudiskinn vel og þerrið. Steikið upp úr smjöri ásamt pressuðum hvítlauk,  smátt skornu chilli og ferskri steinselju. 

Skerið öll hráefnin smátt niður og blandið saman í skál eða leggið á fat. Setjið hörpuskelina og humarinn yfir salatið. í lokinn sáldrið ristuðum hnetum yfir. 

Mangósósa:  Mangó ca. 1/2 ( ég notaði frosið), 1. dós sýrður rjómi, 2 msk majónes 1 hvítlauskrif 1/4 rautt chilli, 1. tsk hunang, salt og pitar eftir smekk. Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Gott að kæla sósuna vel áður en hún er borin fram. 

Súpa með grænum baunum og sítrónugrasi

700 gr grænar frosnar baunir, 2 dósir kókosmjólk, grænmetissoð, 4 msk grænt karrímauk (curry paste), 4 hvítlaugsgeirar 2 laukar (stórir), 2 Kaffir límónulauf, 2 stikar sítrónugras, salt eftir smekk. 

Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og grænt karrímauk við miðlungshita. Setjið kómónulauf og sítrónugras og bætið í pottinn ásamt frosnum baunum. Hitið allt saman ásamt soðinu og kókosmjólkinni. Veiðið sítrónugrasið og límónugrasið upp úr og maukið súpuna áður en hún er borin fram. Gott að bera fram með rjóma.  (https://www.mbl.is/matur/frettir/2017/03/14/otrulega_einfold_og_ljuffeng_supa/)

Karamellusostaskyrterta

Botn: 1 pakki af Bastogne Duo kexi frá LU

100 gr smör

Kexkökurnar eru muldar í matvinnsluvél, smörið brætt og er þessu blandað saman og sett í botninn á eldföstu móti. Kælt.

Fylling: 1 dós Mascarpone rjómaostur, 1 stór dós af vanilluskyri 2,5 dl rjómi. 

Þeyta rjómaostinn og skyrið saman. Rjóminn er þeyttur og blandað varlega saman við rjómaostablönduna. Ég setti smá af rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti í blönduna. Rjómablandan sett yfir kexbotninn og tertan er kæld í frysti í ca. 30 mínútur.

Ofn á: 150 gr Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti, 8 msk rjómi. Bræða saman súkkulaðið og rjóma. Hrært vel saman og sett yfir kökuna.

Tilvalið að frysta kökuna en það þarf að taka hana út með góðum fyirvara (ca. 2,5 tími). Skreytt að vild.  😊   (mömmur.is)

 



Sunday, October 31, 2021

Októberklúbbur hjá Ágústu

Vegan tortillarúllur
10 Tortillas - that are about 6-8" across - you can use less tortillas if you buy the larger size. They are just for stuffing and rolling anyway.
15 ounces pinto beans - can, drained, or homemade refried beans that equal about 10 ounces (you can also use giant white beans cannellini)
2 tablespoons salsa - any of your favorite
2 ounces Basil Pesto - small jar or homemade that equals about 2 ounces
2 ounces Sun Dried Tomato Pesto

Process the whole beans in a Food Processor or mash really well with a fork.
Put the processed beans in a small mixing bowl and mix in the salsa.
Spread a small amount of the bean mixture on the tortilla. See the photo above. Go almost to the edge and not real thick.
Spread a little bit of Sun-Dried Tomato Pesto and also the basil pesto on the tortillas that already have the bean mixture.
Now roll up the tortillas firmly but not tight. You don't want to squish out the ingredients.
Cut the roll with about 1" slices. The end slices are what you call throw always but don't throw them away. Eat them!

Lay on a plate in a pretty stack and serve. They keep in the fridge for about 4 days so you can make them ahead for a party.

Litlar samósur 
Voru keyptar frosnar í Thai búðinni í Skeifunni, súrsæt sósa höfð með. 


Tomatoey French Puy & Green Lentils. 
Var keypt í Ég elska Costco. 




Tom Kha Gai súpa
Tælensk kókossúpa með eða án kjúklings. Uppskriftin gefur fjóra skammta.

590 ml. Kjúklingasoð.
Hálfur hvítkálshaus (má sleppa, ég gerði það).
5 cm. galang, flysjað og helmingur skorinn í skífur en hinn helmingurinn í mjóa stika.
2 stilkar af sítrónugrasi.
4 Kaffir lime lauf, marin í hendi.
1 dós (400 ml.) kókosmjólk.
500 gr. kjúklingabringur (bein og skinnlausar).
230 gr. sveppir, saxaðir í báta (ég notaði þurrkaða japanska).
1 msk. fiskisósa. 
1 msk. limesafi.
4 rauðir sterkir chili, endar snyrtir, marðir með hníf.
Handfylli af ferskum kóríander laufum og mjúkum stilkum. 
 
Soði, galangal skífum, sítrónugrasi og lima laufum blandað saman og suða látin koma upp. Lækka hitann þannig að suða viðhaldist og látið malla í um 10 mínútur. Galang skífur og sítrónugras er þá fjarlægt. 

Kókosmjólk bætt útí soðið og hiti hækkaður. Kjúklingi, sveppum, hvítkáli (ef er notað), galang stilkum og kaffír lime lauf látin malla saman þar til kjúklingur er fulleldaður og sveppir orðnir mjúkir (ca. 10 mín.). Súpan má halda áfram að malla. 

Áður en hún er borin fram er fiskisósu bætt útí, ásamt lime safa og rauðum chili. Jafna má bragðið með meiri fiskisósu og lime safa ef vill. Ausið í skálar og skreytt með kóríander. 

Ég setti heldur meira af kjúklingasoði og kókosmjólk úti súpuna en það er smekksatriði. Hún verður sterkari ef það er ekki gert. 

Hægt er að fá galang, sítrónugras, kaffir lime lauf og rauðan chili, saman í pakkningu (frosið) í Thai búiðinni í Skeifunni. Held að sé kallað Tom Yum þar en er það sama. 


Ávaxtasalat með Amaretto
Ber og ávextir sneiddir niður (ekki gott að hafa banana eða epli) og vænum slurki af Amaretto hellt yfir. Látið standa í ísskáp í 2-3 tíma svo að blandist vel. Hægt að bera fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.